Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. apríl 2017 15:10
Elvar Geir Magnússon
Jón Guðni skoraði í sigri - Óli Kristjáns og Hannes með stórsigur
Jón Guðni fagnar marki sínu í dag.
Jón Guðni fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson skoraði mikilvægt mark fyrir Norrköping í 2-1 útisigri liðsins gegn Hacken í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Jón Guðni lék allan leikinn fyrir Norrköping og jafnaði leikinn í 1-1. Norrköping tryggði sér svo sigurinn á 64. mínútu með marki Sebastian Andersson.

Guðmundur Þórarinsson kom inn sem varamaður í liði Norrköping á 72. mínútu en Alfons Sampsted er áfram geymdur á bekknum og kom ekki við sögu í dag. Alfons hefur verið ónotaður varamaður í öllum fjórum leikjunum til þessa.

Norrköping er með sex stig í sjötta sæti.

Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason léku allir allan leikinn fyrir Hammarby sem gerði 0-0 jafntefli gegn Sundsvall. Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Steindórsson léku allan leikinn fryri Sundsvall.

Hammarby er með fimm stig en Sundsvall fjögur.

Danska deildin
Fyrr í dag vann Randers 4-0 sigur gegn OB í sínum riðli í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur Kristjánsson stýrir Randers sem kom þarna fram hefndum eftir að hafa tapað gegn OB á dögunum. Hannes Þór Halldórsson lék allan leikinn fyrir Randers.

Randers hefur átt í erfiðleikum með markaskorun en nú brustu flóðgáttir. Liðið er á toppi riðilsins og á leið í umspil um Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner