Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. apríl 2017 21:37
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mourinho: Við spiluðum upp á jafntefli
Fellaini fékk rautt spjald í stórleiknum
Fellaini fékk rautt spjald í stórleiknum
Mynd: Getty Images
Stórliðin úr Manchester borg gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik í kvöld.

Jose Mourinho var nokkuð ánægður með stigið sem sitt lið fékk.

„Við vildum sækja meira fram á við og notast við skyndisóknir. Í fyrri hálfleik stýrðum við leiknum vel en áttum í erfiðleikum í seinni hálfleik. Við tókum þá ákvörðun að spila upp á jafnteflið og þurftum að vinna hart að því að fá stigið," sagði Mourinho.

Nokkrir leikmenn voru fjarverandi hjá Manchester United vegna meiðsla, menn eins og Paul Pogba, Zlatan Ibrahimovic og Marcos Rojo.

„Þeir byrjuðu af krafti og þrýstu á okkur. Ég lofaði að tala ekki um leikmennina sem voru ekki með í dag, svo ég ætla ekki að gera það en við vorum ekki með nægileg gæði á miðjunni. Okkur vantaði gæði þar."

Marouane Fellaini fékk tvö gul spjöld á tveimur mínútum og þar með rautt undir lok leiksins.

„Ég horfði ekki á atvikið hjá Fellaini í sjónvarpinu en ég talaði við Fellaini. Hann heldur að þetta var rautt spjald vegna þess að hann er Fellaini. Ég talaði við Atkinson dómara og hann hélt að þetta væri rautt. Ég giska á að þetta var smá rautt og smá klókindi hjá mjög reyndum argentískum leikmanni."
Athugasemdir
banner
banner
banner