Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. júní 2017 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlar ekki bara að einbeita sér að Ronaldo
Ronaldo í góðum fíling.
Ronaldo í góðum fíling.
Mynd: Getty Images
Nýja-Sjáland mætir Portúgal í Álfukeppninni í Rússlandi í dag. Leikurinn hefst 15:00 og er í beinni á RÚV.

Ný-Sjálendingar hafa tapað báðum leikjum sínum og í dag þarf liðið að takast á við Cristiano Ronaldo, einn besta leikmann allra tíma.

Anthony Hudson, landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands, ætlar hins vegar ekki að einbeita sér sérstaklega að því að stoppa Ronaldo.

„Að mínu mati er Ronaldo besti leikmaður í heimi, en ef þú tekur hann út þá koma aðrir leikmenn í heimsklassa í staðinn," sagði Hudson þegar hann var spurður út í Ronaldo.

„Við höfum séð allt reynt (til að stoppa Ronaldo), en það er ekki eins og þú stoppir Ronaldo og þá sé þetta bara komið. Þeir eru líka með Nani og Ricardo Quaresma í liði sínu."

Möguleikarnir fyrir Nýja-Sjáland á að komast áfram í Álfukeppninni eru engir, en þrátt fyrir það ætla þeir ekki að gefa leikinn gegn Portúgal. Þeir ætla að gefa allt sitt í verkefnið.

„Allir leikmenn munu gefa allt sitt í þetta," sagði Hudson.
Athugasemdir
banner
banner
banner