Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. júní 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid er að skoða þessa fimm leikmenn á EM U21
Dani Ceballos.
Dani Ceballos.
Mynd: Getty Images
Sandro Ramirez.
Sandro Ramirez.
Mynd: Getty Images
Njósnarar Real Madrid eru staddir í Póllandi þar sem Evrópumót U21 landsliða fer fram. Spánarmeistararnir eru helst að skoða fimm leikmenn samkvæmt frétt spænska blaðsins Marca.

Dani Ceballos
Tvítugur spænskur miðjumaður sem vakti athygli á liðnu tímabili með Real Betis. Atletico Madrid hefur sagst vilja fá hann einnig. Leikmaður með mikla hæfileika.

Sandro Ramirez
Frábært mark hans í tapleik gegn Portúgal fór ekki framhjá njósnurum Real Madrid. Sandro spilar fyrir Malaga en hefur verið orðaður við Everton og Altetico Madrid. Sóknarmaður sem var í herbúðum Barcelona en skoraði 14 mörk á liðnu tímabili fyrir Malaga.

Gianluigi Donnarumma
Ítalski markvörðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þá ákvörðun sína að vilja yfirgefa AC Milan. Þessi 18 ára strákur ætti að eiga mjög bjarta framtíð þó frammistaða hans á EM hafi verið undir væntingum.

Kepa Arrizabalaga
Hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM. 22 ára markvörður sem spilar fyrir Athletic Bilbao og hefur verið undir smásjá Real Madrid í nokkurn tíma.

Marcos Llorente
Spánverji sem er hjá Real Madrid og hefur náð að kveikja athygli félags síns á EM U21. Var á láni hjá Alaves og njósnarar Real skoða það hvort hann verði aftur lánaður eða fari inn í aðalliðshóp sinn.
Athugasemdir
banner
banner