Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 28. júní 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Mikið af Man Utd slúðri
Powerade
Marten de Roon er orðaður við Manchester United.
Marten de Roon er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Enski slúðurpakkinn er kominn úr prentun. Manchester United kemur talsvert mikið við sögu í dag.



Vonir Manchester United um að fá Alvaro Morata (24) frá Real Madrid hafa minnkað þar sem spænska félagið vill fá 80 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Mirror)

Morata er farinn heim úr brúðkaupsferð sinni til að reyna að koma skiptunum til United í gegn. (AS)

Tottenham er tilbúið að bjóða Toby Alderweireld (28) nýjan samning til að koma í veg fyrir að hann fari til Inter. (Daily Mirror)

Óvíst er hvert Jermain Defoe (34) fer en West Ham og Bournemouth telja bæði að hann sé með of háar launakröfur. (Daily Star)

Andre Gray (26) vill nýjan samning hjá Burnley upp á 100 þúsund pund í laun á viku en félagið segist ekki geta staðið undir því. (Daily Star)

Fenerbahce er að íhuga að fá Kevin Mirallas (29) kantmann Everton í sínar raðir. (Fanatik)

AC Milan er hætt við að fá James Rodriguez (25) frá Real Madrid. Það eykur líkurnar fyrir Manchester United og Chelsea. (Metro)

Everton ætlar að hafa betur gegn Manchester United í baráttunni um Michael Keane (24) varnarmann Burnley. Keane gengur í raðir Everton á næstu dögum. (Sun)

AC Milan vill fá Laurent Koscielny (31) varnarmann Arsenal. (Metro)

Aston Villa ætlar að semja við John Terry (34) um helgina þegar samningur hans við Chelsea rennur út. (Daily Mirror)

Manchester United ætlar að reyna að fá Fabinho (23) miðjumann Mónakó þrátt fyrir að Nemanja Matic (28) komi líka frá Chelsea. Fabinho gæti spilað hægri bakvörð hjá United. (Independent)

Anthony Martial (21) framherji Manchester United ætlar að óska eftir að fara. Félagið ætlar ekk að standa í vegi hans. (Daily Express)

Barcelona ætlar að gefa sér tíu daga til að reyna að fá hægri bakvörðinn Hector Bellerin (22) frá Arsenal. Félagið ætlar að snúa sér að öðrum leikmanni ef Bellerin verður ekki kominn eftir tíu daga. (Mundo Deportivo)

Kurt Zouma (22) varnarmaður Chelsea gæti farið til Nice á láni. (Talksport)

Michy Batshuayi (23) framherji Chelsea gæti farið til Sevilla sem hluta af kaupverðinu fyrir kantmanninn Vitolo (27). (Express)

Manchester United hefur áhuga á Marten de Roon (26) miðjumanni Middlesbrough. Hann gæti mætt á Old Trafford á 8,8 milljónir punda. (Daily Star)

Chelsea, Tottenham, Everton, Leicester, Southampton og Stoke vilja fá varnarmanninn Ben Gibson (24) frá Middlesbrough en hann kostar 25 milljónir punda. (Daily Star)

Tottenham vill líka fá bakvörðinn Cedric Soares (25) frá Southampton en Barcelona og Juventus hafa einnig áhuga. (Daily Mirror)

Forráðamenn Barcelona eru brjálaðir út í Carles Puyol fyrrum fyrirliða liðsins. Ástæðan er sú að Puyol starfar í dag sem umboðsmaður og Erik Garcia (16) sem er á hans snærum er farinn frá Barcelona til Manchester CIty. (Independent)

Leeds gæti fengið markvörðinn Felix Wiedwald (27) frá Werder Bremen. (Yorkshire Evening Post)
Athugasemdir
banner
banner
banner