Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júní 2017 23:25
Magnús Valur Böðvarsson
Heimild: Úrslit.net 
4. deild: Elliði með óvæntan sigur
Örvar Hugason skoraði stórglæsilegt mark fyrir Stokkseyri
Örvar Hugason skoraði stórglæsilegt mark fyrir Stokkseyri
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Þrír leikir fóru fram í 4.deild karla en óvænt úrslit litu dagsins ljós þegar Elliði vann óvæntan sigur á Vatnaliljum. Þá sigraði Stokkseyri, Skautafélagsdrengina í SR og Mídas vann öruggan sigur á Álafossi.

B-riðill
Upphaflega áttu leikir kvöldsins í B riðlinum að vera þrír en nánar má lesa um uppákomuna í leik Afríku og KFR hér.

Vatnaliljur sem hafa átt góðu gengi að fagna í toppbaráttu B riðils töpuðu óvænt fyrir Elliða sem voru stigalausir á botninum. Elliði sigraði 4-2 en tvö seinustu mörkin komu í blálokin. Þá átti Stokkseyri ekki í vandræðum með SR þrátt fyrir að missa mann útaf í fyrri hálfleik.

Elliði 4 - 2 Vatnaliljur
1-0 Daníel Ingi Gunnarsson ('26)
1-1 Óðinn Ómarsson ('31)
2-1 Daníel Ingi Guðmundsson ('39)
2-2 Aron Óli Valdimarsson ('66)
3-2 Daníel Ingi Gunnarsson ('82)
4-2 Hjörleifur Steinn Þórisson ('89)

Stokkseyri 4 - 2 SR
1-0 Þórhallur Aron Másson (4')
2-0 Þórhallur Aron Másson (10')
3-0 Örvar Hugason (12')
3-1 Andri Már Bjarnason (35')
4-1 Bergur Dan Gunnarsson (79')
4-2 Steinn Andri Viðarsson 88')
Rautt spjald Þórhallur Aron Másson (Stokkseyri 29')

D - riðill
Mídas vann þægilegan sigur á botnliði Álafoss og gæti blandað sér í toppbaráttuna.

Álafoss 1 - 6 Mídas
0-1 Óskar Þór Eyþórsson (4')
0-2 Óskar Þór Jónsson (59')
0-3 Sigurður Ólafur Kjartansson (69')
1-3 Sigurður Vopni Vatnsdal (71')
1-4 Ríkhaður Már Ellertsson (84')
1-5 Daníel Björn Sigurbjörnsson (90')
1-7 Sigurður Ólafur Kjartansson (90')



Athugasemdir
banner
banner
banner