Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. júlí 2017 12:27
Elvar Geir Magnússon
Freysi stýrir Íslandi í næstu undankeppni (Staðfest)
Freyr hefur þjálfað kvennalandsliðið síðan 2013.
Freyr hefur þjálfað kvennalandsliðið síðan 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson heldur áfram sem landsliðsþjálfari Íslands eftir Evrópumótið. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net á æfingu íslenska liðsins í Hollandi í dag.

Orðrómur hefur verið uppi um að Freyr gæti látið af störfum eftir mótið þó hann sé samningsbundinn áfram út undankeppni HM.

Vitað er að félög í Pepsi-deild karla hafi verið að horfa til hans og í umræðunni að hann gæti breytt til eftir mótið.

Freyr blés á þær kjaftasögur að leikurinn gegn Austurríki á miðvikudag gæti verið hans síðasti með kvennalandsliðið. Freyr er samningsbundinn KSÍ áfram og mun ekki hætta.

„Það verður ekkert þannig. Ég stýri liðinu í haust það er alveg klárt," sagði Freyr. Ítarlegt viðtal við Frey er á leiðinni.

Í september hefst undankeppni Heimsmeistaramótsins og Freyr mun freista þess að koma íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í lokakeppni HM. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Tékklandi, Slóveníu og Færeyjum.

Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Ísland nær ekki því markmiði að komast upp úr riðli sínum á EM.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner