Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. júlí 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James Rodriguez neitar að útiloka Real Madrid
Mynd: Getty Images
James Rodriguez gekk á dögunum í raðir Bayern München. Hann kom á láni frá Real Madrid, en Bayern hefur forkaupsrétt á honum.

Kólumbíumaðurinn var ekki inn í myndinni hjá Spánar- og Evrópumeisturum Real Madrid, en hann vill þó ekki útiloka endurkomu þangað. Hann ætlar að bíða og sjá hvað gerist.

Rodriguez kom aðeins við sögu í 20 leikjum á síðasta tímabili hjá Madrídarliðinu, en þrátt fyrir það vill hann ekki útiloka neitt.

„Ég veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Í augnablikinu vil ég bara einbeita mér að Bayern München," sagði Rodriguez er hann ræddi við netmiðilinn Goal.com í Singapúr í gær.

„Ég vil spila eins mikið og ég get, ég vil vinna eins marga titla og ég get. Þegar kemur að því, þá mun ég sjá hvað gerist."
Athugasemdir
banner
banner