Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
banner
   fim 12. október 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Freysi: Átti góð samtöl við leikmenn
Freyr Alexandersson ræðir við fréttamenn í dag.
Freyr Alexandersson ræðir við fréttamenn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið á tvo mjög mikilvæga leiki framundan í næstu og þarnæstu viku. Um er að ræða útileiki gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM.

„Það væri stórkostlegur árangur að fara á þessa tvo sterku útivelli og ná í sex stig en við förum mjög sátt heim með fjögur stig. Við megum ekki tapa í Tékklandi, það yrðu vond úrslit," sagði Freyr.

„Við erum að spila við mjög sterkt lið og þurfum að hitta á toppleik til að ná í þrjú stig út í Tékklandi og ég tala nú ekki á móti risanum í Þýskalandi."

Þrjár vikur verða liðnar frá síðasta leik í Pepsi-deildinni þegar Ísland mætir Þýskalandi næstkomandi föstudag. Leikmenn nota ýmsar leiðir til að halda sér í formi núna.

„Það hefur verið flott samvinna við félögin. Sumar æfa með 2. flokki karla og eru á séræfingum hjá okkur. Markmennirnir eru á séræfingum hjá Óla (Ólafi Péturssyni) og tvær fóru til Valerenga í Noregi á æfingar. Það eru allar að gera sitt besta til að vera í toppstandi," sagði Freysi sem er ánægð með viðbrögðin hjá leikmönnum eftir vonbrigðin á EM í sumar.

„Þetta hefur verið tilfinningaríkt ár í alla staði. Leikmenn komu gíraðir inn í Færeyjar verkefnið og gáfu mikið í það. Ég átti góð samtöl við leikmenn sem ætla sér að gera betur og við erum að fara í góða átt með það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner