Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 21. október 2017 19:43
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pellegrino: Sofiane hefur hæfileika til að gera þetta
Mynd: Getty Images
Mauricio Pellegrino stjóri Southampton mætti með bros á vör í viðtal eftir leik þeirra við West Brom í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Staðan var markalaus fram á 85. mínútu en þá kom Sofiane Boufal heimamönnum yfir eftir að hafa leikið glæsilega á varnarmenn West Brom.

Pellegrino hrósaði auðvitað Boufal fyrir frammistöðu sína en hann byrjaði á bekknum í dag en kom inn á, á 81. mínútu.

„Sofiane hefur hæfileika til að gera þetta," sagði Pellegrino um markið sem Boufal skoraði.

„Við þurftum að breyta til hjá okkur af því þeir voru með fimm menn í vörn, við tókum rétta ákvörðun og náðum að landa sigri og tryggðum okkur meira sjálfstraust fyrir næsta leik."

„Ég get sagt að við séum með hóp af leikmönnum sem eiga flestir skilið byrjunarliðssæti, en stjórinn verður að velja 11, Sofiane þarf að bíða eftir sínu tækifæri," sagði Mauricio Pellegrino að lokum.


Athugasemdir
banner