Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. mars 2018 09:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Landsliðið, sjónvarpsstöðvar félaga, Grenivík og fleira í útvarpinu í dag
Arnþór Ari kíkir í heimsókn.
Arnþór Ari kíkir í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður líf og fjör í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 milli 12 og 14 í dag.

Tómas Þór Þórðarson og Magnús Már Einarsson fara yfir íslenska landsliðshópinn sem mætir Mexíkó og Perú.

Sífellt fleiri félög á Íslandi eru byrjaðar að sjónvarpa frá leikjum sínum á netinu og Ágúst Stefánsson hjá KA TV fræðir okkur meira um þann geira.

Arnþór Ari Atlason talar um rannsóknir á mætingu í Pepsi en hann gerði lokaverkefni um það í Háskólanum.

Magni Grenivík er á leið í Inkasso-deildina og feðgarnir Heimir Ásgeirsson og Hjörtur Geir Heimisson mæta. Heimir er öflugur stuðningsmaður Magna og eigandi Eyjabita á Grenivík á meðan Hjörtur ver markið hjá liðinu.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner