Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 23. apríl 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Túfa: Tjöldum fyrir framan Egilshöll og spilum þrjá leiki
Túfa á hliðarlínunni.
Túfa á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA byrjar fótboltasumarið á þremur leikjum á höfuðborgarsvæðinu á rúmri viku en tveir af þessum leikjum fara fram í Egilshöllinni.

Fyrstu leikir KA
28. apríl Fjölnir - KA (Egilshöll)
1. maí Haukar - KA (Gaman-ferða völlurinn)
6. maí Fylkir - KA (Egilshöll)

„Ég held að við tjöldum fyrir utan Egilshöllina og spilum þrjá útileiki á einni viku," sagði Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari KA léttur í bragði. „Við höfum spilað alla leiki í vetur innanhús. Það kemur bikarleikur þarna á milli og hann er líka á gervigrasi."

„Ég var um helgina í bænum til að horfa á Fjölni og safna upplýsingum fyrir fyrsta leik. Þú getur ekki valið hvaða lið þú mætir fyrst og ég býst við hörkuleik á móti góðu Fjölnisliði."

Guðmann Þórisson byrjar fyrstu tvo leikina í banni og vinstri bakvörðurinn Milan Joksimovic verður ekki með í byrjun sumars.

„Sá eini sem er meiddur og missir af byrjun móts er vinstri bakvörðurinn Milan. Steinþór Freyr (Þorsteinsson) er að koma til og verður klár. Við erum klárir og bíðum spenntir eftir að mótið byrjar," sagði Túfa.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner