Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. apríl 2018 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Sara Björk skoraði í auðveldum sigri
Sara er komin með 12 mörk í öllum keppnum.
Sara er komin með 12 mörk í öllum keppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt fjögurra marka Wolfsburg í öruggum sigri gegn USV Jena í þýsku úrvalsdeildinni. Leikurinn var að klárast.

Sara er í stóru hlutverki hjá Wolfsburg sem ætlar sér að vinna allt sem hægt er að vinna. Liðið er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, komið í úrslit bikarsins og á góðri leið með að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

USV Jena er annars vegar á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var ekki mikil fyrirstaða fyrir stórlið Wolfsburg.

Alexandra Popp kom Wolfsburg yfir á áttundu mínútu og Tessa Wullaert bætti við marki á 25. mínútu. Þá var röðin komin að Söru sem skoraði snemma eftir að seinni hálfleikurinn hófst.

Þetta var fjórða deildarmark Söru á leiktíðinni en alls hefur hún skorað 12 mörk í öllum keppnum.

Pernille Mosegaard-Harder gerði fjórða markið áður en yfir lauk, lokatölurnar 4-0. Wolfsburg er á toppnum með fimm stiga forystu á Bayern München. Wolfsburg á líka leik til góða, staðan er afar góð.
Athugasemdir
banner