Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 27. maí 2018 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-deild kvenna: Fylkir með sigur fyrir norðan
Haukar jöfnuðu í uppbótartíma
Thelma Lóa kom Fylki á bragðið.
Thelma Lóa kom Fylki á bragðið.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir situr á toppnum í Inkasso-deild kvenna ásamt ÍA með fullt hús stiga. ÍA vann Fjölni fyrr í dag í hörkuleik, en núna áðan var að klárast leikur Fylkis og Hamranna fyrir norðan á Akureyri.

Thelma Lóa Hermannsdóttir kom Fylki yfir á 11. mínútu en Hamrarnir voru búnir að jafna fyrir hálfleik.

Staðan var 1-1 í hálfleik, en í seinni hálfleiknum reyndust Fylkiskonur sterkari. Margrét Björg Ástvaldsdóttir kom Fylki yfir á 67. mínútu og Marija Radojicic gerði út um leikinn nokkru síðar.

Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í fyrra ásamt Haukum. Haukar spiluðu heimaleik í kvöld við Aftureldingu/Fram.

Afturelding/Fram komst þar yfir eftir stundarfjórðung og það stefndi allt í sigur gestanna áður en Haukar jöfnuðu í uppbótartíma. Haukar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki en Afturelding/Fram er með þrjú.

Hamrarnir 1 - 3 Fylkir
0-1 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('11)
1-1 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('30)
1-2 Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('67)
1-3 Marija Radojicic ('78)

Haukar 1 - 1 Afturelding/Fram
0-1 Rakel Lind Ragnarsdóttir ('15)
1-1 Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner