Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 04. júní 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Sjaldséð mistök hjá De Gea
Mynd: Getty Images
Spánn gerði jafntefli við Sviss þegar liðin mættust í vináttulandsleik í Villarreal í gærkvöld.

Spánverjar, sem þykja líklegir til afreka á HM í Rússlandi, komust yfir með marki bakvarðarins Álvaro Odriozola á 29. mínútu. Staðan var 1-0 fyrir Spán í leikhléinu.

Um miðjan seinni hálfleikinn jafnaði bakvörðurinn Ricardo Rodriguez fyrir Sviss og þar við sat.

Bakverðirnir á skotskónum í kvöld, en markið sem Sviss skoraði var ódýrt. Markvörðurinn David de Gea, sem einhverjir telja þann besta í heimi, gerði sjaldséð mistök í rammanum. Hann varði boltann beint fyrir fætur Rodriguez sem skoraði.

De Gea gerði nokkur klaufaleg mistök þegar hann var að byrja hjá Man Utd en síðustu árin hefur hann gert afar fá mistök.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner