Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. mars 2007 09:15
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða FIFA 
Ísland upp um níu sæti á heimslista FIFA
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Íslenska landsliðið fer upp um níu sæti á heimslista FIFA sem birtur var í morgun þrátt fyrir að hafa ekki leikið leik síðan í fyrrahaust. Liðið er nú komið í 86. sæti en var í því 95. þegar listinn var birtur síðast 14. febrúar.

Heimsmeistarar Ítalíu náðu aðeins einum mánuði á toppi listans því Argentína trónir nú á toppnum í fyrsta sinn, fara úr þriðja sætinu. Engar aðrar breytingar eru á lista efstu liða utan þær að Ítalía og Brasilía færast niður um eitt sæti í annað og þriðja sæti til að víkja fyrir Argentínumönnum.

Aðeins 17 a landsleikir hafa verið leiknir á undanförnum fjórum vikum frá því síðasti listi var gefinn út en í heildina 119 leikir á árinu sem teknir hafa verið með í reikninginn á heimslistanum.

Næsti listi verður gefinn út 18. apríl næstkomandi.

Staða efstu liða:
1. Argentína
2. Ítalía
3. Brasilía
4. Frakkland
5. Þýskaland
6. England
7. Holland
8. Portúgal
9. Tékkland
10. Spánn
11. Úkraína
12. Króatía
13. Grikkland
14. Rúmenía
15. Svíþjóð
16. Skotland
17. Sviss
18. Kamerún
19. Ghana
20. Fílabeinsströndin
-----------------------
81. Jordan
82. Írak
83. Kongo
84. Kúwait
85. Georgía
86. Ísland
87. Eþíópía
88. Albanía
89. Haítí
90. Gvatemala
Athugasemdir
banner
banner