Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. apríl 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Porto hefur selt leikmenn fyrir 600 milljónir evra
Porto seldi Hulk árið 2012.
Porto seldi Hulk árið 2012.
Mynd: Getty Images
Porto greindi frá því í gærkvöldi að hægri bakvörðurinn Danilo verði í sumar seldur til Real Madrid á 31,5 milljón evra.

Þetta þýðir að Porto hefur samtals selt leikmenn fyrir 600 milljónir evra síðan árið 2004.

Porto seldi þá Ricardo Carvalho, Deco og Paulo Ferreira eftir sigurinn í Meistaradeildinni árið 2004.

Síðan þá hafa leikmenn eins og James Rodriguez, Radamel Falcao, Hulk og Eliaquim Mangala farið frá félaginu fyrir háar fjárhæðir.

Hér að neðan má sjá lista yfir stórar sölur Porto frá árinu 2004.
Athugasemdir
banner
banner