Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. maí 2016 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: ÍBV fór létt með Skagamenn
ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með ÍA
ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með ÍA
Mynd: Eyjafréttir
ÍBV 4 - 0 ÍA
1-0 Simon Kollerud Smidt ('9 )
2-0 Aron Bjarnason ('15 )
3-0 Sindri Snær Magnússon ('36 )
4-0 Charles Vernam ('81 )
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Öðrum leik dagsins og sumarsins í Pepsi-deild karla var að ljúka, en ÍBV fékk ÍA í heimsókn til Vestmannaeyja.

ÍBV klæddist sérstökum treyjum til minningar um Abel Dhaira, fyrrum markvörð liðsins, en ÍBV náði forystunni eftir aðeins níu mínútna leik þegar Simon Kollerud Smidt skoraði eftir sendingu frá Aroni Bjarnasyni.

Aron var síðan sjálfur á ferðinni stuttu síðar og áður en fyrri hálfleik lauk skoraði Sindri Snær Magnússon eftir langt kast frá markverðinum Derby Carrilloberduo.

Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV, en Charles Vernam kláraði leikinn endanlega með stórkostlegu marki.

4-0 sigur ÍBV staðreynd og frábær byrjun hjá þeim á mótinu, en ÍA þarf að girða sig í brók ef ekki illa á að fara.

Skýrsla og viðtöl koma inn á eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner