Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. september 2015 17:49
Alexander Freyr Tamimi
Vill sameina reykvísk knattspyrnufélög í sparnaðarskyni
Erfitt er að ímynda sér sameinað félag KR og Vals.
Erfitt er að ímynda sér sameinað félag KR og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, stingur upp á því að knattspyrnufélög í Reykjavík verði sameinuð í sparnaðarskyni. Viðskiptablaðið greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Kristín sagði í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að Reykjavíkurborg gæti sparað sér umtalsverða fjármuni ef lið í úrvalsdeild myndu sameinast, en verið var að ræða sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar.

Sex knattspyrnufélög úr Reykjavík spila í Pepsi-deild karla og fjögur í Pepsi-deild kvenna. Nefndi Kristín í ræðu sinni að í Kaupmannahöfn væri einungis starfrækt eitt lið í efstu deild, FC København, þó að fleiri lið héldu úti yngri flokka starfi. Sagði hún að sameining þessara liða í efstu deild væri gerð í sparnaðarskyni.

Meðal ástæðna fyrir sameiningu félaga í Reykjavík nefndi Kristín að dýrt væri að reisa, reka og viðhalda stúkum og öðrum mannvirkjum fyrir sex knattspyrnufélög og að sá kostnaður gæti lækkað ef félögin sameinast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner