Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júlí 2015 21:59
Magnús Valur Böðvarsson
4.deild: KH jarðaði Snæfell
Liðsmenn KH unnu risasigur á Snæfell
Liðsmenn KH unnu risasigur á Snæfell
Mynd: KH
Stefán Karl Snorrason og félagar í Létti í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppninni.
Stefán Karl Snorrason og félagar í Létti í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þrír leikir fóru fram í 4.deild karla. Topplið KH gjörsamlega kafsigldi liði Snæfels og þá vann Stálúlfur öruggan sigur á botnliði Ísbjarnarins.

A - riðill
Léttismenn komust skrefi nær ÍH í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Léttismenn eru komnir með 12 stig eftir sigur kvöldsins gegn Stokkseyri stígi á eftir ÍH sem er í öðru sæti. Stokkseyringar eru í 5.sæti með 6 stig.

Stokkseyri 0 - 3 Léttir
0-1 Kristófer Davíð Traustason
0-2 Rizon Gurung
0-3 Hrannar Karlsson

B - riðill

KH menn á Hlíðarenda eru langt komnir með að tryggja sæti í úrslitakeppninni eftir að hafa gjörsamlega jarðað lið Snæfells sem er í 5.sæti riðilsins með 5 stig. KH er með 16 stig á toppnum stigi á undan Augnablik. Atla Sigurðssyni sem skoraði þrennu tókst meðal annars að skora tvö mörk á sömu mínútu sem verður að teljast gott afrek.

KH 11 - 0 Snæfell
1-0 Atli Sigurðsson (7')
2-0 Arnar Steinn Einarsson (13')
3-0 Sjálfsmark (34')
4-0 Vilhjálmur Þórisson (40')
5-0 Hreinn Þorvaldsson (44')
6-0 Atli Sigurðsson (49')
7-0 Atli Sigurðsson (49')
8-0 Ellert Finnbogi Eiríksson (63')
9-0 Ellert Finnbogi Eiríksson (66')
10-0 Kristinn Steinar Kristinsson (70')
11-0 Markaskorara vantar (94')

C - riðill
Stálúlfur vann öruggan sigur á liði Ísbjarnarins og eru komnir í pakkann um baráttu í úrslitakeppnina eftir dapra byrjun á mótinu. Fimm lið eru nánast í einum hnapp í riðlinum Örninn með 10 stig í öðru sæti, Garðarbæjarliðin KFG og Skínandi með 8 stig, Stálúlfur og Hörður með 7 stig. Liðsmenn Harðar eiga hinsvegar tvo leiki til góða en þeir eru báðir gegn sterkum andstæðingum, toppliði Þróttar Vogum og KFG. Það má því búast við hörkuspennu í þessum riðli. Ísbjörninn eru í vondum málum stigalausir á botninum en flest lið virðast vinna þá frekar auðveldlega.

Stálúlfur 4 - 0 Ísbjörninn
1-0 Markaskorara vantar (50')
2-0 Markaskorara vantar (72')
3-0 Markaskorara vantar (75')
4-0 Markaskorara vantar (77')

Markaskorarar eru fengnir af úrslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner