Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. desember 2016 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Aubameyang: Ég og Reus erum eins og bræður
Truflað tvíeyki
Truflað tvíeyki
Mynd: Getty Images
Þýski snillingurinn Marco Reus lék sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu fyrir Borussia Dortmund í gær en meiðsli hafa haldið honum frá vellinum í vetur.

Það er óhætt að segja að Reus hafi komið af miklum krafti inn í lið Dortmund en hann átti frábæran leik í Meistaradeildinni á dögunum og lagði svo upp þrjú mörk í 4-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í gær.

Tvö af þessum mörkum voru skoruð af markahróknum Pierre Emerick-Aubameyang og hann fagnar því að vera farinn að spila við hlið Reus að nýju.

„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og það er alltaf gott að vinna á heimavelli. Við uppskárum eftir að hafa unnið mjög vel í vikunni."

„Reus er fyrir mér eins og bróðir. Ég er ánægður að hann sé byrjaður að spila aftur og það hjálpar mér í baráttunni um markakóngstitilinn. Ég er framherji og að sjálfsögðu vil ég vera markahæstur,"
segir Aubameyang.

Athugasemdir
banner
banner
banner