Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. mars 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Evans og Cisse ákærðir fyrir hrákurnar - Í sex leikja bann?
Atvikið í gær.
Atvikið í gær.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Papiss Cisse og Jonny Evans fyrir að hafa hrækt á hvorn annan í leik Newcastle og Manchester United í gærkvöldi.

Cisse hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en Evans segist ekki hafa ætlað að hrækja viljandi á andstæðing sinn.

Báðir leikmennirnir gætu átt yfir höfði sér sex leikja bann ef þeir reynast sekir.

Cisse og Evans hafa frest til klukkan 18:00 annað kvöld til að svara ákærunni.

Ef Evans fer í bann er ljóst að hann missir af leikjum Manchester United gegn Arsenal, Tottenham, Liverpool, Aston Villa, Manchester City og Chelesa.


Athugasemdir
banner
banner