Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 07. desember 2016 17:00
Magnús Már Einarsson
Laudrup neitar að hafa grætt á félagaskiptum hjá Swansea
Mynd: Getty Images
Michael Laudrup, fyrrum stjóri Swansea, hefur neitað því að hann hafi ásamt umboðsmanni sínum grætt á félagaskiptum leikmanna.

Danska blaðið Politiken birti í gær skjöl um að Bayram Tutumlu, umboðsmaður Laudrup, og stjórinn sjálfur hafi hagnast meira en þrjár milljónir punda á tíma stjórans hjá Swansea.

Laudrup neitar þessu staðfastlega.

„Ég hef aldrei fengið neina greiðslu eftir félagaskipti leikmanna hjá félögum sem ég hef þjálfað. Aldrei," sagði Laudrup.

Laudrup tók við Swansea sumarið 2012 og vann enska deildabikarinn með liðinu árið 2013. Í febrúar 2014 var hann rekinn frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner