Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. desember 2016 20:54
Elvar Geir Magnússon
Myndbandsdómarar á HM félagsliða
Massimo Busacca, yfirmaður dómaramála hjá FIFA.
Massimo Busacca, yfirmaður dómaramála hjá FIFA.
Mynd: Getty Images
HM félagsliða hefst í Japan á morgun en mótið fer í sögubækurnar fyrir þær sakir að í fyrsta sinn í leikjum á vegum FIFA verður notast við myndbandsdómara.

Myndbandsdómararnir verða staddir í sérstökum herbergjum á leikvanginum og nota myndbandstækni. Þeir verða beintengdir við aðaldómarann.

Myndbandsdómari á að aðstoða við að réttar ákvarðanir í þeim atvikum sem geta skipt sköpum, til dæmis mörk, vítaspyrnudóma og bein rauð spjöld.

Það verður þó áfram aðaldómarinn sem mun hafa úrslitaatkvæði.

Á næsta ári er búist við því að fleiri skref verði stigin í þessa átt og knattspyrnusambönd í Evrópu muni hefja tilraunir á notkun myndbandstækni við dómgæslu.

„Við viljum ekki hamla flæði leiksins og lokaákvörðunin liggur hjá dómaranum. Þetta er hugsað sem stuðningur fyrir dómarann," segir Massimo Busacca, yfirmaður dómaramála hjá FIFA.



Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner