Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. desember 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Ronaldo og Messi langt á eftir launahæsta leikmanni heims
Ezequiel Lavezzi fær vel borgað.
Ezequiel Lavezzi fær vel borgað.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið tveir bestu leikmenn heims í mörg ár í röð en þeir eru hins vegar ekki þeir launahæstu í bransanum.

Samkvæmt football leaks er argentínski framherjinn Ezequiel Lavezzi, með talsvert hærri laun en bæði Ronaldo og Messi.

Hinn 31 árs gamli Lavezzi gekk til liðs við Hebei Chain Fortune fyrr á þessu ári og var þá sagður fá 400 þúsund pund í laun. Samkvæmt skjölum sem nú hafa lekið út þá er Lavezzi hins vegar með 493 þúsund pund í laun á viku!

Ronaldo skrifaði undir nýjan samning við Real Madrid í síðustu viku en talið er að hann fái nú 365 þúsund pund í laun á viku.

Messi er í viðræðum um nýjan samning við Barcelona en talið er að hann fái 270 þúsund pund í laun á viku í dag. Lavezzi er því með 223 þúsund pund meira í laun á viku en landi sinn Messi.
Athugasemdir
banner
banner