Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. febrúar 2016 21:23
Ívan Guðjón Baldursson
Keane gerði fimm fyrir Man Utd U21 - Memphis lagði upp þrjú
Will Keane og Andreas Pereira fagna gegn Norwich.
Will Keane og Andreas Pereira fagna gegn Norwich.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay kom inn af bekknum þegar Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge um helgina.

Memphis hefur verið, að hluta til, kennt um jöfnunarmark Chelsea í leiknum. Hann tapaði boltanum þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, með því að gefa fyrirgjöf beint á Thibaut Courtois, og skokkaði svo til baka í vörn á meðan Diego Costa gerði jöfnunarmarkið.

Louis van Gaal var ekki sérlega sáttur með frammistöðu Memphis og færði hann niður í U21 liðið fyrir leik gegn Norwich sem var spilaður fyrr í kvöld.

Man Utd vann leikinn 7-0, þar sem Will Keane gerði fimm mörk og menn á borð við Phil Jones og Adnan Januzaj voru ásamt Memphis í byrjunarliðinu.

Memphis lagði upp þrjú mörk í leiknum og þótti standa sig vel og það verður áhugavert að sjá hvort hann komist á bekkinn fyrir næsta leik, en margir stuðningsmenn Rauðu djöflanna vilja frekar sjá Keane fá tækifæri með aðalliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner