Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. desember 2016 14:00
Elvar Geir Magnússon
Barcelona býður Chapecoense í æfingamót
Lið Chapecoense í fagnaðarlátum nokkrum vikum fyrir flugslysið.
Lið Chapecoense í fagnaðarlátum nokkrum vikum fyrir flugslysið.
Mynd: Getty Images
Spænska stórveldið Barcelona hefur boðið brasilíska liðinu Chapecoense að leika í boðsmóti á næsta undirbúningstímabili, Joan Gamper bikarnum.

Langflestir leikmenn og starfslið Chapecoense fórust í flugslysi í Kólumbíu þar sem 71 týndi lífi en liðið var á leið í úrslitaleik í Copa Sudamericana.

Fótboltaheimurinn hefur rétt fram hjálparhönd og mun Brasilía leika gegn Kólumbíu í styrktarleik í janúar.

„Með þessu viljum við votta þeim sem létust og aðstandendum þeirra virðingu okkar," segir í tilkynningu Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner