Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 08. desember 2016 16:44
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd í Úkraínu: Romero og Bailly byrja
Leikmenn United í Úkraínu.
Leikmenn United í Úkraínu.
Mynd: Getty Images
Manchester United nægir jafntefli í Úkraínu gegn Zorya Luhansk til að vera öruggt áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. United vinnur riðilinn með sigri ef Fenerbahce misstígur sig gegn Feyenoord.

United er hinsvegar úr leik með tapi, takist Feyenoord að vinna Fenerbahce. Það getur því mikið gerst.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Hitastigið verður í kringum frostmark þegar flautað verður á en Daley Blind, leikmaður United, sagði að völlurinn væri harður eins og grjót.

Argentínumaðurinn Sergio Romero stendur í marki United en David de Gea er á bekknum. Zlatan Ibrahimovic leiðir sóknarlínu United en í vörninni er Eric Bailly sem er mættur aftur eftir meiðsli.

Byrjunarlið Manchester United: Romero, Young, Bailly, Rojo, Blind, Herrera, Pogba, Mata, Rooney, Mkhitaryan, Zlatan.
(Varamenn: De Gea, Jones, Fosu-Mensah, Fellaini, Lingard, Martial, Rashford)

Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu
Athugasemdir
banner
banner
banner