Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. desember 2016 13:00
Elvar Geir Magnússon
Hulda Sigurðardóttir til Bury (Staðfest)
Hulda með boltann í sumar.
Hulda með boltann í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Knattspyrnukonan Hulda Sigurðardóttir hefur yfirgefið Fylki og gengið í raðir enska félagsins Bury sem er í C-deildinni.

Hulda lék alla leik Fylkis í Pepsi-deild kvenna í sumar en hún hóf meistaraflokksferil sinn með Leikni í Breiðholti.

Þá hefur hún spilað fyrir Hauka, King-há­skól­ann í Tenn­esse og U17 landslið Íslands.

„Við erum í skýjunum með að fá Huldu til félagsins. Um leið og við sáum hana spila vissum við að hún yrði frábær viðbót og gæti hjálpað okkur að taka næsta skref," segir Paul Iannaccone, þjálfari Bury.
Athugasemdir
banner