Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. desember 2016 15:00
Elvar Geir Magnússon
Mestu líkurnar að Arsenal mæti Real Madrid
Til Spánar?
Til Spánar?
Mynd: Getty Images
Líklegast er að Arsenal mæti Evrópumeisturum Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er samkvæmt útreikningum tölfræðingsins Constantinos Chappas.

21,7% líkur eru á að Arsenal mæti Cristiano Ronaldo og félögum en það er næstum tveimur prósentum meiri líkur en að liðið mætir Sevilla og næstum níu próstentum meiri líkur en að liðið mætir Benfica.

Sjá einnig:
Það sem þú þarft að vita fyrir Meistaradeildardráttinn

Real hafnaði í öðru sæti í sínum riðli og getur ekki mætt neinu af liðunum sem unnu riðlana. Madrídarliðið getur ekki mætt Borussa Dortmund því liðin voru saman í riðli og ekki Barcelona og Atletico Madrid sem eru saman í riðli.

Þar með eru bara fimm mögulegir andstæðingar og það eykur líkurnar á að Zinedine Zidane og lærisveinar muni dragast gegn Arsenal.



Athugasemdir
banner
banner
banner