Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 09. febrúar 2015 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Haukur Páll: Þetta var varnarsigur - Klár dýfa og sekt
Haukur Páll fékk gult spjald í kvöld.
Haukur Páll fékk gult spjald í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Valsara, var ánægður með öruggan þriggja marka sigur gegn Leikni Reykjavík í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Valsarar komust tveimur mörkum yfir, urðu manni færri og héldu vörninni þéttri út leikinn áður en þeir bættu þriðja markinu við undir lokin.

,,Við fengum ekki mörg færi á okkur, það voru í mesta lagi einhver hálffæri. Við lærðum af síðasta leik þar sem við lentum manni færri," sagði Haukur Páll.

Sigurður Egill Lárusson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Val og lét svo reka sig af velli eftir 37 mínútna leik þegar hann ákvað að dýfa sér í tilraun til að fiska vítaspyrnu. Haukur sagðist vera sammála ákvörðun dómarans.

,,Þetta var klár dýfa og sekt. Hann er eitthvað að reyna að þræta fyrir þetta en ég sekta hann fyrir þetta, það er klárt, heimskulegt gult spjald.

,,Við þéttum okkur vel og töluðum vel saman í hálfleik. Við töluðum um að halda betur í boltann og mér fannst við gera það vel. Það hjálpar manni mikið, maður þreytist minna og það svona skilaði þessum sigri, varnarsigur.

,,Við tökum þátt í þessu móti til að vinna það. Margir tala um að það sé slæmt að vinna Reykjavíkurmótið en það er bara þvæla, þetta eru æfingaleikir og menn vilja vinna alla leiki sem þeir taka þátt í."

Athugasemdir
banner
banner