Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 09. febrúar 2017 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
Milos: Þeir menn sem geta eitthvað heita Milos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var í góðu skapi þrátt fyrir tap gegn Val í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld. Valur vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausar 90 mínútur, en Víkingar fengu besta færi leiksins.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  5 Valur

„Ég get ekki kennt strákunum um að tapa í vítaspyrnukeppni, það snýst meira um heppni," sagði Milos að leikslokum.

„Við töpum í raun leiknum með einu atviki í miðjum hálfleik sem við áttum ekki að gera, því mér fannst við alveg með stjórn á leiknum. Við vorum hættulegri og fengum tvö dauðafæri. Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum eins og alltaf og hefðu getað skorað eitt mark líka."

Þarna var Milos að tala um rauða spjaldið sem Ragnar Bragi Sveinsson fékk á 55. mínútu, en grínaðist svo með að Víkingum virðist oft ganga betur manni færri.

„Í febrúar er allt í lagi að spila 10 á móti 11, við gerðum það líka á síðasta ári og okkur gengur vel þannig séð. Ég veit ekki, kannski þarf ég að byrja með 10 og sjá til."

Milos var sáttur með leik sinna manna í kvöld og er ánægður með leikmannahópinn sinn. Þrátt fyrir það er félagið að bæta við sig leikmönnum

„Við erum búnir að ganga frá tveimur nýjum leikmönnum en þeir geta ekki spilað fyrr en glugginn opnar 22. febrúar. Þeir eru að æfa með okkur og stimpla sig inn í liðið. Þeir eru báðir miðjumenn, einn er frá Serbíu og heitir Milos, sem er kannski ekki skrítið því þar heita allir Milos. Nei, bara þeir menn sem geta eitthvað heita Milos," sagði þjálfarinn léttur í bragði.

„Hinn er tyrki sem er uppalinn í Belgíu og hann spilar kannski aðeins framar á miðjunni. Svo misstum við fimm sóknarmenn þannig við þurfum að minnsta kosti einn fyrir sumarið. Við reiknum kannski með þremur nýjum leikmönnum með þessum tveimur."
Athugasemdir
banner
banner