Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 10. apríl 2018 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi ósáttur við spjaldið á Hörpu: Algjör þvæla
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fjör í Fjöreyjum," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir 5-0 sigur á Færeyjum í undankeppni HM í dag.

Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað 5-0 var hann langt frá því að vera gallalaus, sérstaklega var fyrri hálfleikurinn ekki nægilega góður.

„Sigurvegarar fyrri hálfleiksins voru Færeyjar. Þær spiluðu fínan varnarleik og voru fastar fyrir. Við vorum ekki klókar og ég gef þeim allt hrós fyrir," sagði Freyr.

„Við féllum í gildruna og vorum lélagar í fyrri hálfleik."

Lestu um leikinn: Færeyjar 0 -  5 Ísland

Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir að fyrsta markið datt í seinni hálfleiknum var alveg ljóst í hvað stefndi í. Að lokum var þægilegur 4-0 sigur Íslands staðreynd.

„Ég var aldrei smeykur, ég var bara pirraður á köflum. Þetta var fagmannlega unnið en það eina sem ég er ósáttur við er spjaldið sem Harpa fékk. Það var algjör þvæla."

„Þetta getur skipt öllu máli fyrir okkur. Harpa er komin með tvö gul spjöld og ef þú færð þrjú ertu komin í bann. Það eru þrír leikir eftir og þetta er dýrt."

Harpa fékk spjaldið fyrir leikaraskap en í samtali við Fótbolta.net sagðist hún ekki „vera góð í að láta sig detta."

Ísland er í öðru sæti riðils síns, tveimur stigum á eftir Þýskalandi. Ísland á leik til góða á Þýskaland. Framundan í sumar og haust eru heimaleikir gegn Slóveníu, Þýskalandi og Tékklandi. Þessir leikir munu skera úr um það hvort Ísland fer á HM eða ekki en möguleikinn er klárlega til staðar og hefur sjaldan ef aldrei verið betri.

„Taflan lítur vel út og við erum í þeirri stöðu sem við vildum vera í. Okkur hlakkar til að koma heim og spila. Við spilum við Slóveníu fyrst og svo eru það allir Íslendingar í bátana og við klárum vondu karlana frá Þýskalandi," sagði Freyr að lokum.
Athugasemdir
banner
banner