Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. febrúar 2016 09:14
Hafliði Breiðfjörð
Bandarískur markvörður í Fylki (Staðfest)
Audrey Rose Baldvin spilar í marki Fylkis í sumar.
Audrey Rose Baldvin spilar í marki Fylkis í sumar.
Mynd: Aðsend
Kvennalið Fylkis hefur samið við markmanninn Audrey Rose Baldwin. Hún er frá Bandaríkjunum og er fædd 1992. Audrey spilaði með liði Keflavíkur síðasta sumar en kemur frá danska liðinu Fortuna Hjörring sem er mjög sterkt lið og spilaði í Meistaradeild Evrópu.

Eva Ýr markmaður Fylkis sem er samningsbundin félaginu er á leið í nám til Bandaríkjana í ágúst.

„Við erum yfir okkur ánægð að hafa klófest markmann á þessum gæðaflokki. Audrey er kominn með fína leikreynslu og fékk að kynnast Meistaradeildinni með Fortuna Hjörring. Við erum í engum vafa um að Audrey muni smellpassa inní okkar markmið og verður spennandi samkeppni milli hennar og Evu," segir Eiður Ben þjálfari Fylkis í tilkynningu frá félaginu.

„Það eru spennandi tímar framundan hjá Fylki og það er frábært að geta verið með tvo topp markmenn hjá okkur. Það er gott og gaman að vera í Fylki," segir Ragna Lóa formaður meistaraflokks ráðs kvenna hjá Fylki.

„Ég hafði nokkra möguleika en valdi Fylki. Íslenska deildin er sterk og liðið er spennandi. Ég held að þetta muni henta báðum aðilum vel, ég get hjálpað liðinu að stíga næstu skref og ég gert það sem ég elska, að spila fótbolta og það hjá flottum klúbb. Markmið mín fyrir komandi tímabil eru skýr, ég ætla að bæta minn leik eins mikið og ég get og vonandi um leið að hjálpa liðinu að ná sínum besta árangri," segir Audrey Baldwin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner