Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 12. október 2015 19:30
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Telur ólíklegt að Ísland muni gera sitt allra besta
Icelandair
Jongkind er ekki bjartsýnn fyrir hönd Hollands.
Jongkind er ekki bjartsýnn fyrir hönd Hollands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu Íslands í morgun.
Frá æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski sjónvarpsmaðurinn Kees Jongkind er mættur til Tyrklands til að fylgjast með leik heimamanna gegn Íslandi í undankeppni EM 2016 annað kvöld.

Jongkind og samlandar hans þurfa á hjálp Íslands að halda ef Holland á að komast í umspil um sæti á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar, en til að Hollendingar geti náð 3. sætinu þarf Ísland að sigra í Konya.

„Ég er hér til að ganga úr skugga um að þið gerið ykkar besta gegn tyrkneska liðinu. Ef Ísland vinnur og Holland vinnur, þá fer Holland í umspilið og Tyrkland ekki. En ef þið gerið jafntefli eða tapið, þá er Holland úr leik," sagði Jongkind í spjalli við Fótbolta.net fyrir blaðamannafund Tyrklands í dag.

„Ég er ekki taugaóstyrkur. Það er frekar skrýtið að Holland sé í 4. sæti þessa riðils en það er allt út af því að þeir spila illa. Ef þú spilar illa áttu ekkert skilið. Við bjuggumst ekki við því að tapa báðum leikjunum gegn Íslandi en þið unnuð og áttuð það skilið, það er flott hjá ykkur."

Tékkar sögðust líka ætla að gera sitt besta
Jongkind býst við erfiðum leik fyrir Íslands hönd. Á blaðamannafundi Heimis Hallgrímssonar og Arons Einars Gunnarssonar spurði hann hvort að hann gæti raunverulega treyst því að Ísland myndi gera sitt besta í keppninni.

Þó svo að Aron Einar og Heimir hafi báðir sagt að Ísland muni gefa allt i leikinn er Jongkind ekki sannfærður.

„Þetta verður mjög erfiður leikur. Þið hafið gert kraftaverk í þessum riðli þannig þið eigið tækifæri. En ef þú spyrð mig hvort Holland sé að fara í umspilið, þá hef ég ekki trú á því," sagði hann.

„Örlög okkar eru í ykkar höndum og ég þarf að ýta aðeins á eftir ykkur. Ég var í Prag síðasta laugardag og Tékkland var að mæta Tyrklandi eins og þið gerið núna. Ég spurði þjálfara Tékklands og leikmenn sömu spurninga: Ætlið þið að gera ykkar besta? Þeir sögðust auðvitað ætla að gera það því þeir vildu enda á toppi riðilsins fyrir ofan Ísland, en svo spiluðu þeir mjög illa."

„Þannig þið getið sagt að þið ætlið að gera ykkar besta, en ef þið hafið ekki að neinu að keppa getur það orðið mjög erfitt. Þess vegna spurði ég hvort að Ísland ætlaði að gera sitt besta. Fyrirliðinn sagði að liðið ætlaði að leggja allt í þetta og vildi vinna og ég verð að trúa því."

Heimir Hallgrímsson var ekki hrifinn af spurningu Jongkind og sagði að Ísland ætlaði sér sigur fyrir sjálfa sig, ekki Hollendinga.

„Ég sá svipinn á honum og hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. En ég hef mín markmið svo ég varð að spyrja þessarar spurningar. En ef hann stendur sig vel fyrir Ísland er það gott fyrir Holland líka, þannig að gangi ykkur vel!
Athugasemdir
banner
banner