Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2016 09:30
Óðinn Svan Óðinsson
Danny Welbeck að verða klár í slaginn
Danny Welbeck í baráttunni
Danny Welbeck í baráttunni
Mynd: Getty Images
Margt bendir til þess að enski framherjinn Danny Welbeck verði í leikmannahópi Arsenal á sunnudaginn þegar liðið mætir Leicester City í toppslag í ensku úrvalsdeildinni.

Welbeck sem verið hefur að glíma við erfið hnémeisðli hefur enn ekki náð að spila einn einasta leik á þessu tímabili.

Það eru þó bjartari tímar framundan hjá framherjanum knáa því hann spilaði í klukkutíma með varaliði Arsenal fyrr í vikunni.

„Það styttist óðum í Welbeck. Hann er í góðu líkamlegu formi en þarf bara að komast í leikform,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Leicester.

Þetta eru ekki bara góðar fréttir fyrir Arsenal menn heldur einnig stuðningsmenn enska landsliðsins en Welbeck hefur jafnan spilað mjög vel fyrir landsliðið.

Welbeck sem aðeins hefur skorað 8 mörk fyrir Arsenal hefur skorað 14 mörk í þeim 33 landsleikjum sem hann hefur náð að spila fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner