Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. september 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmaður Celtic reyndi að sparka í Mbappe
Mynd: Getty Images
UEFA hefur ákært Celtic eftir atvik sem átti sér stað í 5-0 tapi liðsins gegn PSG á heimavelli í gærkvöldi.

Stuðningsmaður Celtic hljóp inn á völlinn seint í fyrri hálfleiknum og reyndi að sparka í Kylian Mbappe, leikmann PSG.

Atvikið átti sér stað skömmu eftir að PSG komst í 3-0 í leiknum.

Celtic á nú yfir höfði sér refsingu frá UEFA en aganefnd sambandsins mun taka málið fyrir þann 19. október.

PSG hefur einnig fengið ákæru eftir að stuðningsmenn liðsins eyðilögðu sæti á heimavelli Celtic í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner