Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2015 20:39
Elvar Geir Magnússon
Undankeppni EM: Ísland endaði í öðru sæti - Holland úr leik
Tyrkland beint áfram á EM
Icelandair
Selcuk Inan fagnar frábæru sigurmarki sínu ásamt liðsfélögunum.
Selcuk Inan fagnar frábæru sigurmarki sínu ásamt liðsfélögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkland vann Ísland í leik í Konya sem var að ljúka rétt í þessu en keppni í A-riðli er þá lokið. Ísland hafnaði í öðru sæti riðilsins.

Það voru ekki mörg opin færi í leiknum í Tyrklandi en heimamenn luku leik með tíu leikmenn eftir ljótt brot á Jóni Daða Böðvarssyni. Einum færri skoruðu þeir sigurmarkið í leiknum, 1-0 Selcuk Inan skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

Þetta mark gerir það að verkum að Tyrkir þurfa ekki að fara í umspil heldur eru þeir komnir beint áfram á EM.

Tékkar unnu riðilinn en þeir sóttu þrjú stig til Hollands þar sem þeir unnu 3-2 útisigur í stórskemmtilegum leik. Hollendingar voru einum fleiri stærstan hluta leiksins en fengu ekkert úr leiknum og eru úr leik.

Tyrkland 1 - 0 Ísland
1-0 Selcuk Inan ('89 )
Rautt spjald: Gokhan Tore, Tyrkland ('78)
Lestu nánar um leikinn

Lettland 0 - 1 Kasakstan
0-1 Islambek Kuat ('65 )

Holland 2 - 3 Tékkland
0-1 Pavel Kaderabek ('24 )
0-2 Josef Sural ('35 )
0-3 Robin van Persie ('66 , sjálfsmark)
1-3 Klaas Jan Huntelaar ('70 )
2-3 Robin van Persie ('83 )
Rautt spjald: Marek Suchy, Tékkland ('43)

LOKASTAÐA:
1. Tékkland 22 stig
2. Ísland 20 stig
3. Tyrkland 18 stig
4. Holland 13
5. Kasakstan 5
6. Lettland 5 sitg
Athugasemdir
banner
banner
banner