Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. apríl 2014 21:00
Alexander Freyr Tamimi
Rodgers: Jafntefli Man City og Sunderland víti til varnaðar
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hvetur sína menn til að líta á óvænt 2-2 jafntefli Manchester City gegn Sunderland sem víti til varnaðar.

Flestir bjuggust við því að City myndi rúlla yfir Sunderland í gærkvöldi en lærisveinar Manuel Pellegrini rétt náðu að merja jafntefli. Þau úrslit eru kærkomin fyrir Liverpool, sem er á toppi deildarinnar.

,,Gærkvöldið var víti til varnaðar fyrir alla, þetta sýndi að á þessum tímapunkti leiktíðarinnar er ekkert öruggt," sagði Rodgers við blaðamenn.

,,Andstæðingar okkar í toppbaráttunni kunna að hafa tapað stigum, en það skiptir engu, við verðum að vinna okkar leiki."

,,Við getum notað stressið sem tækifæri. Ég held að við munum ekki finna fyrir pressu, það er frekar þannig að við verðum óheppnir eða gerum óheppileg mistök."

,,Það er enn smá stund þar til þetta er búið, við verðum bara að einbeita okkur og sýna hversu mikinn karakter við höfum."


Næsti leikur Liverpool er gegn Norwich City á Carrow Road um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner