Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. apríl 2015 07:00
Daníel Freyr Jónsson
Inter hefur áhuga á Alexander Song
Alexander Song.
Alexander Song.
Mynd: Getty Images
Ítalska liðið Inter er reiðubúið til að blanda sér í baráttu við West Ham um undirskrift miðjumannsins Alexander Song í sumar.

Song hefur leikið alla leiktíðina sem lánsmaður hjá West Ham frá Barcelona og staðið sig vel, en hann virðist ekki eiga afturkvæmt hjá Barcelona.

Song er sagður fá um 70.000 pund á viku í laun og vonast forráðamenn West Ham til að geta samið við hann um sambærileg kjör, á meðan Barca mun fara fram á 5 milljónir punda.

Á sama tíma er ljóst að mikið mun gerast í leikmannamálum Inter í sumar og er Roberto Mancini, stjóri liðsins, sagður hafa gert Song að einu aðalaskotmarki sínu.
Athugasemdir
banner