Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Peter Schmeichel við Kasper: Ekki vera of leiður
Schmeichel Feðgarnir
Schmeichel Feðgarnir
Mynd: Getty Images
Kasper Schmeichel kom engum vörnum við þegar Nacer Chadli skoraði beint úr aukaspyrnu í leik Leicester og West Brom í gær.

Schmeichel var víða gagnrýndur fyrir markið, en faðir hans Peter, sem er einn besti markvörður sögunnar, stökk honum til varnar.

Peter var gestur í Monday Night Football í gær.

„Þú átt ekki að vera of leiður yfir þessu þar sem þetta var gæðaaukaspyrna sem var mjög erfitt að verja," sagði Schmeichel við son sinn. „Stundum þarftu bara að játa þig sigraðan."

„Það var leikmaður í veggnum sem var fyrir Kasper, ég spilaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Bayern þar sem þeir skoruðu svipað mark. Það var nær markinu, en það voru tveir í veggnum sem voru fyrir mér og ég sá ekki boltann. Þegar fólk gagnrýndi mig fyrir það, þá hugsaði ég að þetta fólk hefði ekki verið í þessari stöðu."

Leikurinn í gær endaði 1-1, en Craig Shakespeare var rekinn sem stjóri Leicester í dag. Leikurinn í gær var hans síðasti með liðið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner