Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Szczesny: Markmannsþjálfarar á Ítalíu betri en á Englandi
Szczesny gæti orðið arftaki Gianluigi Buffon hjá Juventus. Hann hefur byrjað tvo deildarleiki á tímabilinu og hélt hreinu í báðum.
Szczesny gæti orðið arftaki Gianluigi Buffon hjá Juventus. Hann hefur byrjað tvo deildarleiki á tímabilinu og hélt hreinu í báðum.
Mynd: Getty Images
Wojciech Szczesny segist hafa bætt sig meira á tveimur og hálfu ári á Ítalíu heldur en á fjórum árum sem aðalmarkvörður Arsenal.

Szczesny, sem er 27 ára gamall, er viss um að þjálfunaraðferðir markmannsþjálfara á Ítalíu séu betri heldur en aðferðir þeirra á Englandi.

„Mér hefur farið gríðarlega mikið fram á tveimur og hálfu ári, mun meira heldur en á tíma mínum sem aðalmarkvörður Arsenal," sagði Szczesny við The Independent.

„Ég held að munurinn felist aðallega í þjálfunaraðferðum. Hjá Arsenal er lagt mikinn metnað í líkamlega vinnu á æfingum en hérna á Ítalíu er meira verið að skoða taktísku hliðarnar."

Szczesny segist hafa notið þess að starfa með markmannsþjálfurum Arsenal þrátt fyrir að telja þá ítölsku betri.

„Ég starfaði með frábærum þjálfurum hjá Arsenal og Roma. Það er mjög mikill munur á þjálfun markvarða á milli landanna, á Ítalíu er kafað dýpra ofan í smáatriði."
Athugasemdir
banner
banner
banner