Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. desember 2014 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Pardew: Leikurinn jafn þar til Alnwick gerði mistök
Jak Alnwick var lélegur gegn Tottenham og verður líklega ekki notaður aftur í bráð.
Jak Alnwick var lélegur gegn Tottenham og verður líklega ekki notaður aftur í bráð.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, stjóri Newcastle, var svekktur með stórt tap gegn Tottenham í 8-liða úrslitum deildabikarsins.

Pardew sagði í viðtali eftir leik að Jak Alnwick sem var í marki verði ekki með í næsta leik vegna meiðsla á öxl og þarf Newcastle neyðarúrræði til að fá nýjan markvörð fyrir næsta félagsskiptaglugga.

,,Varnarlínan okkar var ekki alveg jafn hraust og hún leit út fyrir að vera," sagði Pardew eftir tapið.

,,Mér fannst leikurinn frekar jafn þar til Jak Alnwick gerði mistök í markinu.

,,Við spiluðum frekar vel og vorum óheppnir að tapa með svona miklum mun."

Athugasemdir
banner
banner