Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 18. apríl 2017 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Real komst áfram eftir skelfileg dómaramistök
Ronaldo setti þrennu
Cristiano Ronaldo skoraði fimm mörk í tveimur leikjum gegn Bayern.
Cristiano Ronaldo skoraði fimm mörk í tveimur leikjum gegn Bayern.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Real Madrid 4 - 2 Bayern (6-3 samanlagt)
0-1 Robert Lewandowski ('53, víti)
1-1 Cristiano Ronaldo ('76)
1-2 Sergio Ramos ('78, sjálfsmark)
2-2 Cristiano Ronaldo ('105)
3-2 Cristiano Ronaldo ('110)
4-2 Marco Asensio ('112)
Rautt spjald: Arturo Vidal, Bayern ('84)

Ungverski dómarinn Viktor Kassai stal því miður senunni er Real Madrid mætti Bayern München í æðislegum knattspyrnuleik.

Leikurinn var galopinn og fengu bæði lið aragrúa af færum en það var Robert Lewandowski sem gerði fyrsta mark leiksins snemma í síðari hálfleik.

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro, sem var á gulu spjaldi frá því í fyrri hálfleik, braut á Arjen Robben innan vítateigs og skoraði Lewandowski örugglega úr spyrnunni, en Arturo Vidal brenndi af vítaspyrnu í fyrri leik liðanna.

Cristiano Ronaldo jafnaði leikinn með skalla á 76. mínútu en Sergio Ramos kom knettinum afar klaufalega í eigið net tveimur mínútum síðar og var staðan því jöfn í heildina, 3-3.

Staða Bayern versnaði þó til muna þegar Vidal fékk ranglega að líta sitt annað gula spjald, fyrir frábæra tæklingu sem dómarinn sá ekki nægilega vel. Þetta gerðist nokkrum mínútum eftir að Casemiro braut enn eina ferðina af sér án þess að fá sitt annað gula spjald.

Viðureignin fór í framlengingu og þegar fyrri hálfleik var við það að ljúka skoraði Ronaldo rangstöðumark sem var þó dæmt gilt. Í síðari hálfleik galopnaðist vörn Bæjara, sem þurftu að skora til að komast áfram, og fullkomnaði Ronaldo þrennuna sína í kjölfarið áður en Marco Asensio gulltryggði sigurinn.
Athugasemdir
banner
banner