Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 18. maí 2018 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Kjartan Henry með stórkostlega innkomu
Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvennu.
Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex hélt hreinu.
Rúnar Alex hélt hreinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir voru í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Rúnar Alex Rúnarsson, sem er í íslenska HM hópnum, hélt hreinu þegar Nordsjælland gerði markalaust jafntefli við Álaborg.

Rúnar hefur verið í miklu stuði síðan hann var valinn í hópinn sem fer til Rússlands. Síðasta föstudag varði hann vítaspyrnu í sigri. Það gerðist sama dag og HM hópurinn var valinn.

Rúnar Alex og félagar eru í þriðja sæti dönsku deildarinnar með 58 stig úr 35 leikjum spiluðum.

Kjartan gerði Bröndby grikk
Nú fyrir stuttu var að ljúka Íslendingaslag þar sem Kjartan Henry Finnbogason fór á kostum.

Horsens fékk heimsókn frá Bröndby. Bæði Kjartan Henry og Hjörtur Hermannsson byrjuðu á bekknum. Kjartan Henry sat á bekknum hjá Horsens og Hjörtur hjá Bröndby.

Þegar leið á leikinn komu þeir inn á. Hjörtur kom inn á á 80. mínútu í stöðunni 2-0 fyrir Bröndby. Hann átti að hjálpa liðinu að landa sigrinum en tókst það ekki vegna þess að stuttu seinna kom Kjartan Henry ferskur inn á. Kjartan Henry gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Fyrra markið kom úr aukaspyrnu og það síðara eftir góðan einleik.

Kjartan Henry, sem er á förum frá Horsens eftir tímabilið, jafnaði þar með leikinn í 2-2.

Þetta eru hrikaleg úrslit fyrir Bröndby sem skerða möguleika liðsins á titlinum. Aðeins ein umferð er eftir af dönsku úrvalsdeildinni og er Bröndby nú tveimur stigum á eftir Midtjylland fyrir lokaumferðina. Stuðningsmenn Bröndby eru væntanlega ekkert að elska Kjartan Henry þessa stundina.

Horsens er í sjötta sæti og mun enda þar.

Midtjylland vann FCK Kaupmannahöfn á útivelli fyrr í dag, 2-0 og er sem fyrr segir með tveggja stiga forystu á toppnum fyrir lokaumferðina.

Midtjylland mætir Horsens í lokaumferðinni. Bröndby spilar við Álaborg.

Hvorki Kjartan né Hjörtur eru að fara á HM með íslenska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner