Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fös 11. maí 2018 18:52
Gunnar Logi Gylfason
Rúnar Alex fagnaði sætinu í HM hópnum með sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin Nordsjælland og Horsens mættust í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Rúnar Alex Rúnarsson, sem var valinn í landsliðshópinn sem var opinberaður í dag, var að vanda í marki Nordsjælland en Kjartan Henry var fjarri góðu gamni hjá Horsens.

Heimamenn í Nordsjælland komust í 2-0 með mörkum sitthvorumegin við hálfleikinn.

Gestirnir fengu vítaspyrnu á 66.mínútu sem Rúnar Alex varði og staðan enn 2-0 þangað til á 89.mínutu þegar Horsens minnkaði muninn. Nær komust gestirnir ekki og Nordsjælland fór því með 2-1 sigur af hólmi.

Þetta hefur því verið góður dagur fyrir Rúnar Alex.
Athugasemdir
banner
banner
banner