Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júní 2017 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southampton vill ekki fá Giggs
Giggs er í vandræðum með að finna vinnu.
Giggs er í vandræðum með að finna vinnu.
Mynd: Getty Images
Southampton hefur engan áhuga á því að ráða Ryan Giggs, fyrrum leikmann og aðstoðarþjálfara Manchester United, sem nýjan stjóra.

Claude Puel var rekinn frá Southampton í síðustu viku og félagið leitar sér nú að nýjum manni í brúnna.

Giggs hafði víst áhuga á því að taka við dýrlingunum, en Southampton hefur aftur á móti engan áhuga á honum.

Frá þessu er greint á Daily Mail.

Það gengur eitthvað erfilega hjá Giggs að finna sér vinnu. Liðin í ensku úrvalsdeildinni telja hann of reynslulítinn, en Swansea vildi heldur ekki ráða hann í október.

Frank de Boer, fyrrum stjóri Ajax og Inter, er efstur á óskalista Southampton eftir að Thomas Tuchel sagði nei.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner