Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. júlí 2017 10:15
Fótbolti.net
Lið 11. umferðar: Ferskir Fjölnismenn
Þórir er í liðinu eftir tvö mörk í gær.
Þórir er í liðinu eftir tvö mörk í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Gauti er í vörninni.
Brynjar Gauti er í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
11. umferðin í Pepsi-deildinni kláraðist í gærkvöldi þegar þrír leikir voru á dagskrá. Því er komið að því að kíkja á úrvalslið umferðarinnar.

Fjölnir var í botnsætinu fyrir umferðina en liðið skellti Grindavík sem er í öðru sætinu 4-0 í gærkvöldi. Fjölnismenn nýttu 23 daga frí sitt vel og Ágúst Gylfason, þjálfari liðsins, er þjálfari umferðarinnar. Þórir Guðjónsson og Hans Viktor Guðmundsson eru báðir í liðinu.

Víkingur Ólafsvík á þá Tomasz Luba og Nacho Heras í vörninni eftir 1-0 sigurinn á ÍA í gærkvöldi en spilað er með fimm manna vörn í úrvalsliðinu að þessu sinni.

Brynjar Gauti Guðjónsson er í vörninni eftir frammistöðu sína með Stjörnunni gegn KR í gær en þar var Guðjón Baldvinsson maður leiksins gegn sínum gömlu félögum.
Orri SIgurður Ómarsson er einnig í vörninni eftir 1-0 útisigur Vals á Víkingi R.

Hallgrímur Mar Steingrímsson er maður umferðarinnar eftir þrennuna í 6-3 sigri á ÍBV en þar fór Steinþór Freyr Þorsteinsson einnig á kostum.

Kristján Flóki Finnbogason skoraði bæði mörk FH í 2-1 sigri á Breiðabliki í fyrsta leik umferðarinnar á dögunum. Gunnleifur Gunnleifsson var frábær þar og kom í veg fyrir stærra tap Blika.

Sjá einnig:
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner