Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 18. júlí 2017 09:30
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
„Virðing mín fyrir öllum stelpunum varð miklu meiri"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkissjónvarpið hitaði upp fyrir EM í Hollandi sem hófst í gær með þáttunum "Leiðin á EM" sem sýnd var í fjórum þáttum.

Þáttastjórandandinn var Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV. Hún er stödd í Hollandi og fylgir liðinu í gegnum allt Evrópumótið.

En hver er sagan á bakvið, leiðin á EM á RÚV?

„Ég fékk það verkefni með góðum hópi að gera upphitunarþætti fyrir EM í Hollandi. Næsta skref var að pæla í hvernig þættirnir ættu að vera. Þú getur gert svona á milljón mismunandi vegu. Það hefði verið hægt að setja upp skilti og graffík og fjalla um andstæðingana og gert þetta á svolítið hráan hátt," sagði Edda Sif sem fannst það mikilvægt að fólkið í landinu fengi að kynnast stelpunum í liðinu.

„Það eru margir sem þekkja einhverjar í liðinu með nafni og vita ekkert hvaðan þær eru að koma eða hvað þær hafa gert. Ég ákvað að það yrði leiðin sem við myndum fara. Við tókum hana síðan alla leið."

Edda Sif segist vera mjög ánægð með útkomuna.

„Maður er auðvitað alltaf smá smeykur þegar maður setur fyrsta þáttinn í loftið sem maður hefur legið yfir þáttunum í marga mánuði en við fengum strax ótrúlega góð viðbrögð og það sem mér finnst oft skemmtilegast í þessu íþróttastússi er þegar fólk sem hefur engan áhuga á íþróttum finnst gaman að horfa. Fattar þá afhverju þetta er skemmtilegt og hvað þetta eru skemmtilegir karakterar. Þá nær maður til aðeins fleiri en þessara sem eru að pæla í þessu á hverjum einasta degi en vill líka gefa þeim eitthvað og ég held að það hafi sirka bát tekist," sagði Edda.

Hún segir að það sé ekki spurning að stelpurnar í liðinu hafi bætt sig heilmikið í viðtölum í öllu ferlinu og það sést mikill munur á þeim enda hefur umfjöllunin verið mikil og stelpurnar farið í ófá viðtölin undanfarna daga, vikur og mánuði.

„Það eru strax núna stelpurnar sem eru komnar ljósárum fram úr því sem þær voru í febrúar þegar við vorum með þeim í Portúgal til að vinna þessa þætti. Ég áttaði mig snemma á því að þetta var eitthvað sem Freyr vildi. Við gátum því lagt eitthvað pínulítið að mörkum því þá er þetta eitthvað minna stress fyrir þær og eitthvað sem þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Þetta erum bara við að spjalla um eitthvað og ég held að það hafi létt pínulítið að einhverjuleyti."

En var það eitthvað sem kom Eddu Sif á óvart í öllum ferlinu fyrir þættina?

„Það fyrsta sem mér dettur í hug er kannski er að þær eru kannski meiri atvinnumenn en ég gerði mér grein fyrir. Þegar maður fær að fylgjast með þeim svona náið eins og ég gerði Portúgal þá sér maður til dæmis, hvað þær borða, hvernig þær hugsa allan daginn og öll þeirra lífsrútína er. Þá fattar maður að þetta er komið miklu lengra, þetta er ekki bara stelpur í fótbolta og við erum heppnar að vera komnar á EM," sagði Edda Sif sem ber mikla virðingu fyrir stelpunum.

„Virðing mín fyrir öllum stelpunum varð miklu meiri. Þá er ég ekki að segja að hún hafi verið lítil, heldur sá maður öll þessi smáatriði og ákvarðanir sem þær eru að taka sem miðar allar að því að verða góðar í fótbolta. Til að mynda að vera í fjarsamböndum sem er bara lítill hluti en samt sem áður er það eitthvað sem maður áttar sig á, að það er alltaf eitthvað svona. Það er alskonar sem þær gera sem maður er ekki endilega að spá í."

„Það var fullt af efni sem við eigum ennþá til. Þegar maður fór af stað þá ímyndaði maður sér að viðtal við Dagnýju Brynjarsdóttur yrði fjórar mínútur en það var 25 mínútur og við hefðum getað sett það út í heild sinni. Allt sem hún sagði var annað hvort geggjað eða ótrúlega fyndið. Það var ótrúlega erfitt að klippa mikið af þessum viðtölum því þær eru allar frábærir karakterar."

„Það var margt sem kom í ljós sem maður vissi ekki, þannig við eigum alskonar efni. Við eigum til dæmis markmanns innslag, þar sem við töluðum við markmennina um það hvernig það er að vera markmaður. Þær eru svolítið sér á æfingum, það er alltaf bara ein í byrjunarliðinu og hinar þurfa því að vera í skugganum. Ég á það ennþá í tölvunni og við sjáum til með hvort það kom einhverntímann út,"

En verður ekki að koma þessu efni út á meðan EM stendur?

„Við gerum það kannski. Það var fín hugmynd, takk fyrir hana," sagði íþróttafréttamaðurinn, Edda Sif að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner