Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. nóvember 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Blikar mæta Víkingum á SportTv
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bose mótið, sem haldið er af Nýherja, hefst um helgina þar sem sex úrvalsdeildarlið mæta spræk til leiks hálfu ári fyrir upphaf Pepsi-deildarinnar.

Íslandsmeistararnir í Val taka ekki þátt í mótinu í ár, en Bose meistararnir frá því í fyrra, Fjölnir, eru á sínum stað.

Stjarnan, FH, Víkingur R., Breiðablik og KR taka einnig þátt í vetur, en mótinu lýkur 16. desember.

Stefnt er að því að sýna alla leiki mótsins beint á SportTV.

Keppt er í tveimur riðlum og er aðeins einn leikur á dagskrá þessa helgina, viðureign Breiðabliks og Víkings R.

Þá tekur ÍA á móti KR í æfingaleik í Akraneshöllinni.

Laugardagur:
10:00 Breiðablik - Víkingur R. (SportTV - Fífan)
11:00 ÍA - KR (Akraneshöllin)
Athugasemdir
banner
banner
banner